Skoðun á lestarsamgöngum vísað til umhverfisráðs 21. febrúar 2008 12:02 MYND/Pjetur Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa tillögu minnihluta borgarstjórnar um að skoða möguleika á lestarsamgöngum í Reykjavík til umsagnar í umhverfis- og samgönguráði. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, kemur fram að búist sé við að borgarráð afgreiði tillöguna eftir viku og í framhaldinu verður hún tekin fyrir í borgarstjórn. Segir Dagur að ólíkt fyrstu viðbrögðum borgarstjóra á borgarstjórnarfundi á þriðjudag hafi tillagan hlotið jákvæð viðbrögð í borgaráði í dag. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að margir af þátttakendum í nýafstaðinni hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar hafi teflt fram lestarsamgöngum sem framtíðarsamgöngumáta fyrir Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og tengslin við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Slík lausn væri í samræmi við stefnumótun um að Reykjavíkurborg byggi í auknum mæli á endurnýjanlegum orkugjöfum. „Tilkoma Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn, stóraukin fjöldi ferðamanna og fullkomin ráðstefnuaðstaða hlýtur enn fremur að kalla á að kostir þess að hraðlest gangi milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur verði skoðaðir. Áður en varir verður litið á slíkar lestar sem sjálfsagðan hluta af ferðalagi til að frá flugvöllum. Þá ber loks að geta þess að hugmyndir um nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýri eru í örri þróun. Þær hljóta og verða að taka mið af þessum framtíðar samgöngukostum," segir enn fremur í greinargerðinni. Tillaga minnihlutans vegna málsins hljóðar annars svo: „Borgarráð felur umhverfis- og samgöngusviði að kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur annars vegar og léttlestarkerfis sem nái til Reykjavíkur eða höfuðborgarsvæðisins í heild hins vegar. Við úttektina verði dregnir fram kostir og gallar, aðrir valkostir í umhverfisvænum samgöngum, fjárhagslegir þættir, umhverfis- og skipulagsþættir. Samráð verði haft við skipulagssvið Reykjavíkurborgar og leitað samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur, samgönguráðuneytið og samgönguráð um úttektina og/eða samráð við útfærslu og framkvæmd verkefnisins." Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa tillögu minnihluta borgarstjórnar um að skoða möguleika á lestarsamgöngum í Reykjavík til umsagnar í umhverfis- og samgönguráði. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, kemur fram að búist sé við að borgarráð afgreiði tillöguna eftir viku og í framhaldinu verður hún tekin fyrir í borgarstjórn. Segir Dagur að ólíkt fyrstu viðbrögðum borgarstjóra á borgarstjórnarfundi á þriðjudag hafi tillagan hlotið jákvæð viðbrögð í borgaráði í dag. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að margir af þátttakendum í nýafstaðinni hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar hafi teflt fram lestarsamgöngum sem framtíðarsamgöngumáta fyrir Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og tengslin við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Slík lausn væri í samræmi við stefnumótun um að Reykjavíkurborg byggi í auknum mæli á endurnýjanlegum orkugjöfum. „Tilkoma Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn, stóraukin fjöldi ferðamanna og fullkomin ráðstefnuaðstaða hlýtur enn fremur að kalla á að kostir þess að hraðlest gangi milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur verði skoðaðir. Áður en varir verður litið á slíkar lestar sem sjálfsagðan hluta af ferðalagi til að frá flugvöllum. Þá ber loks að geta þess að hugmyndir um nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýri eru í örri þróun. Þær hljóta og verða að taka mið af þessum framtíðar samgöngukostum," segir enn fremur í greinargerðinni. Tillaga minnihlutans vegna málsins hljóðar annars svo: „Borgarráð felur umhverfis- og samgöngusviði að kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur annars vegar og léttlestarkerfis sem nái til Reykjavíkur eða höfuðborgarsvæðisins í heild hins vegar. Við úttektina verði dregnir fram kostir og gallar, aðrir valkostir í umhverfisvænum samgöngum, fjárhagslegir þættir, umhverfis- og skipulagsþættir. Samráð verði haft við skipulagssvið Reykjavíkurborgar og leitað samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur, samgönguráðuneytið og samgönguráð um úttektina og/eða samráð við útfærslu og framkvæmd verkefnisins."
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira