Fundur ráðherra og bankastjóra ekki krísufundur 14. febrúar 2008 15:34 MYND/Stöð 2 Fundur ráðherra og fulltrúa úr íslensku fjármálalífi í Ráðherrabústaðnum í dag var ekki krísufundur að sögn forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar. Fundinum lauk fyrir stundu og sögðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríksiráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann hefði verið gagnlegur. Ákveðið hefði verið að kallað fulltrúa fjármálalífsins á fund til þess að fá upplýsingar um stöðu bankanna og fjármálalífsins og óska eftir tillögum að ráðstöfunum til þess að draga úr hugsanlegum áhrifum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu hér á landi. Sögðu bæði Geir og Ingibjörg að mikilvægt væri að ríkisstjórnin og fjármálalífið ynnu saman í málinu. Auk forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra fundinn með forsvarsmönnum fjármálalífsins. Viðurkenndu ráðherrarnir að staðan á fjármálmörkuðum væri nokkuð óstöðug en Geir H. Haarde sagði engin töfraorð til að leysa málin. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að alvanalegt væri að forystumenn ríkisstjórnarinanr funduðu með fulltrúum úr atvinnulífinu. Þannig hefði verið fundað með fulltrúum úr sjávarútvegi þegar horfur væru lakari en áður og svo væri einnig nú. Aðspurður sagði forsætisráðherra að árangur fundarins væri ekki mælanlegur í krónum og aurum en hann hefði verið afskaplega gagnlegur. Fundað með ASÍ á sama stað á morgun Ráðherrarnir voru spurðir hvort til stæði að kynna íslenskt fjármálalíf sérstaklega vegna þeirrar stöðu sem uppi er á alþjóðamörkuðum. Svaraði Ingibjörg Sólrún því til ekki að væri ætlunin að fara í túr um heiminn en ríkisstjórnin myndi gera það sem í hennar valdi stæði til þess að leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf. Slíkar rangfærslur hefðu verið settar fram og við því þyrfti að bregðast. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru einnig spurð um kjarasamninga en fram hefur komið að meginlínur séu farnar að skýrast þar. Ráðherrarnir reiknuðu með að funda með forsvarsmönnum ASÍ á sama stað, það er í Ráðherrabústaðnum, á morgun þar sem farið yrði yfir tillögur ASÍ um aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Ráðherrarnir tveir voru spurðir út í þá ákvörðun Seðlabankans að lækka ekki stýrivexti og vildu þeir lítið tjá sig um það. Þó kom fram í máli þeirra að mikilvægt væri að ákvörðun bankans lægi fyrir nú þegar kjarasamningar stæðu yfir. Þetta héngi allt saman. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Fundur ráðherra og fulltrúa úr íslensku fjármálalífi í Ráðherrabústaðnum í dag var ekki krísufundur að sögn forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar. Fundinum lauk fyrir stundu og sögðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríksiráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann hefði verið gagnlegur. Ákveðið hefði verið að kallað fulltrúa fjármálalífsins á fund til þess að fá upplýsingar um stöðu bankanna og fjármálalífsins og óska eftir tillögum að ráðstöfunum til þess að draga úr hugsanlegum áhrifum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu hér á landi. Sögðu bæði Geir og Ingibjörg að mikilvægt væri að ríkisstjórnin og fjármálalífið ynnu saman í málinu. Auk forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra fundinn með forsvarsmönnum fjármálalífsins. Viðurkenndu ráðherrarnir að staðan á fjármálmörkuðum væri nokkuð óstöðug en Geir H. Haarde sagði engin töfraorð til að leysa málin. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að alvanalegt væri að forystumenn ríkisstjórnarinanr funduðu með fulltrúum úr atvinnulífinu. Þannig hefði verið fundað með fulltrúum úr sjávarútvegi þegar horfur væru lakari en áður og svo væri einnig nú. Aðspurður sagði forsætisráðherra að árangur fundarins væri ekki mælanlegur í krónum og aurum en hann hefði verið afskaplega gagnlegur. Fundað með ASÍ á sama stað á morgun Ráðherrarnir voru spurðir hvort til stæði að kynna íslenskt fjármálalíf sérstaklega vegna þeirrar stöðu sem uppi er á alþjóðamörkuðum. Svaraði Ingibjörg Sólrún því til ekki að væri ætlunin að fara í túr um heiminn en ríkisstjórnin myndi gera það sem í hennar valdi stæði til þess að leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf. Slíkar rangfærslur hefðu verið settar fram og við því þyrfti að bregðast. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru einnig spurð um kjarasamninga en fram hefur komið að meginlínur séu farnar að skýrast þar. Ráðherrarnir reiknuðu með að funda með forsvarsmönnum ASÍ á sama stað, það er í Ráðherrabústaðnum, á morgun þar sem farið yrði yfir tillögur ASÍ um aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Ráðherrarnir tveir voru spurðir út í þá ákvörðun Seðlabankans að lækka ekki stýrivexti og vildu þeir lítið tjá sig um það. Þó kom fram í máli þeirra að mikilvægt væri að ákvörðun bankans lægi fyrir nú þegar kjarasamningar stæðu yfir. Þetta héngi allt saman.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira