Vilhjálmur hættir ekki sem borgarfulltrúi 11. febrúar 2008 14:18 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, sagði á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hygðist ekki hætta sem borgarfulltrúi en að hann myndi meta stöðu sína á næstunni varðandi það hvort hann tæki við borgarstjórnarstólnum. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann hófst klukkan hálfeitt og stóð til um það bil tvö en athygli vakti að Vilhjálmur var einn á blaðamannafundinum. Leitt að hafa lent í þessu máli Vilhjálmur sagði borgarfulltrúana hafa farið yfir málið í heild sinni og hvernig það hefði þróast. Hann sagðist skilja megna óánægju í málinu og sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir að þeir bæru þar sök. Vilhjálmur sagði að hann teldi sig hafa axlað sína ábyrgð þegar sjálfstæðismenn hefðu misst meirihlutann í október. Hann hefði auk þess lagt sig allan fram um að draga allt upp á borð. Honum þætti persónulega mjög leitt að hafa lent í þessu máli. Hann sagðist þó ekki myndu hætta sem borgarfulltrúi.Aðspurður hvort hann myndi taka við sem borgarstjóri sagði Vilhjálmur að málefnasamningur væri í gildi milli sjálfstæðismanna og F-lista þar sem gert væri ráð fyrir að hann tæki við sem borgarstjóri eftir rúmt ár. Hann myndi nota tímann vel á næstunni til að fara yfir stöðuna. Hann tæki það alvarlega ef fólk segði hann rúinn trausti. Hann ætlaði að ræða við félaga sína og borgarbúa. Aðspurður sagði hann félaga sína í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sátta við þessa niðurstöðu.Vilhjálmur var spurður út í framgöngu sína í Kastljósinu á fimmtudag. Þá sagðist hann hafa talað við borgarlögmann um málefni REI og Geysis Green Energy en daginn eftir sendi hann frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa átt við fyrrverandi borgarlögmann, það er Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Vilhjálmur viðurkenndi að þetta hefði verið klaufalegt og sagði: „Ég er bara manneskja sem hefur gert mistök," sagði Vilhjálmur. Hann hefði alltaf unnið fyrir Reykjavíkurborg með hagsmuni borgarinnar í huga.Hafði umboð til að samþykkja samningÞá sagði Vilhjálmur að það væri alveg á tæru að hann hefði haft umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy en hann væri sammála því sem fram kæmi í skýrslu stýrihópsins um að það þyrfti að skýra betur stöðuumboð borgarstjóra. Vilhjálmur viðurkenndi að hann hefði átt að tala við núverandi borgarlögmann en það hefði aldrei verið í umræðunni í október að hann hefði ekki umboð til að samþykkja samninginn.Aðspurður hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu lýst yfir stuðningi við hann sagði Vilhjálmur svo vera. Það væri mikil sátt hjá þeim og enginn hefði skorað á hann að draga sig í hlé. Hann þyrfti hins vegar tíma til að skoða sín mál.Gerir ráð fyrir að þetta sé hans síðasta kjörtímabilAðspurður hvort hann hygðist bjóða sig aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum, sem verða eftir rúm tvö ár, sagði Vilhjálmur að hann gerði ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.Vilhjálmur sagðist hafa ráðfært sig við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þeir hefðu ræðst saman um helgina og í morgun.Vilhjálmur var þráspurður um það hvort hann hygðist stíga til hliðar sem borgarstjóraefni flokksins en hann vildi ekki tjá sig um það. „Það er ekki stóra málið hvort mín persóna verði borgarstjóri eða ekki," sagði Vilhjálmur. Hann hefði verið borgarfulltrúi í 25 ár og ætlaði að vinna sér traust borgarbúa.Vilhjálmur sagði nýjan meirihluta ekki í hættu og gagnrýndi að aðrir hefðu ekki axlað ábyrgð í málinu. Benti hann á að Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á stjórnarfundi Orkuveitunnar, hefði ekki gert athugasemdir við sameininguna. Enn fremur sagði hann að Orkuveita Reykjavíkur hefði ekki skaðast á málinu. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, sagði á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hygðist ekki hætta sem borgarfulltrúi en að hann myndi meta stöðu sína á næstunni varðandi það hvort hann tæki við borgarstjórnarstólnum. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann hófst klukkan hálfeitt og stóð til um það bil tvö en athygli vakti að Vilhjálmur var einn á blaðamannafundinum. Leitt að hafa lent í þessu máli Vilhjálmur sagði borgarfulltrúana hafa farið yfir málið í heild sinni og hvernig það hefði þróast. Hann sagðist skilja megna óánægju í málinu og sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir að þeir bæru þar sök. Vilhjálmur sagði að hann teldi sig hafa axlað sína ábyrgð þegar sjálfstæðismenn hefðu misst meirihlutann í október. Hann hefði auk þess lagt sig allan fram um að draga allt upp á borð. Honum þætti persónulega mjög leitt að hafa lent í þessu máli. Hann sagðist þó ekki myndu hætta sem borgarfulltrúi.Aðspurður hvort hann myndi taka við sem borgarstjóri sagði Vilhjálmur að málefnasamningur væri í gildi milli sjálfstæðismanna og F-lista þar sem gert væri ráð fyrir að hann tæki við sem borgarstjóri eftir rúmt ár. Hann myndi nota tímann vel á næstunni til að fara yfir stöðuna. Hann tæki það alvarlega ef fólk segði hann rúinn trausti. Hann ætlaði að ræða við félaga sína og borgarbúa. Aðspurður sagði hann félaga sína í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sátta við þessa niðurstöðu.Vilhjálmur var spurður út í framgöngu sína í Kastljósinu á fimmtudag. Þá sagðist hann hafa talað við borgarlögmann um málefni REI og Geysis Green Energy en daginn eftir sendi hann frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa átt við fyrrverandi borgarlögmann, það er Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Vilhjálmur viðurkenndi að þetta hefði verið klaufalegt og sagði: „Ég er bara manneskja sem hefur gert mistök," sagði Vilhjálmur. Hann hefði alltaf unnið fyrir Reykjavíkurborg með hagsmuni borgarinnar í huga.Hafði umboð til að samþykkja samningÞá sagði Vilhjálmur að það væri alveg á tæru að hann hefði haft umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy en hann væri sammála því sem fram kæmi í skýrslu stýrihópsins um að það þyrfti að skýra betur stöðuumboð borgarstjóra. Vilhjálmur viðurkenndi að hann hefði átt að tala við núverandi borgarlögmann en það hefði aldrei verið í umræðunni í október að hann hefði ekki umboð til að samþykkja samninginn.Aðspurður hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu lýst yfir stuðningi við hann sagði Vilhjálmur svo vera. Það væri mikil sátt hjá þeim og enginn hefði skorað á hann að draga sig í hlé. Hann þyrfti hins vegar tíma til að skoða sín mál.Gerir ráð fyrir að þetta sé hans síðasta kjörtímabilAðspurður hvort hann hygðist bjóða sig aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum, sem verða eftir rúm tvö ár, sagði Vilhjálmur að hann gerði ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.Vilhjálmur sagðist hafa ráðfært sig við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þeir hefðu ræðst saman um helgina og í morgun.Vilhjálmur var þráspurður um það hvort hann hygðist stíga til hliðar sem borgarstjóraefni flokksins en hann vildi ekki tjá sig um það. „Það er ekki stóra málið hvort mín persóna verði borgarstjóri eða ekki," sagði Vilhjálmur. Hann hefði verið borgarfulltrúi í 25 ár og ætlaði að vinna sér traust borgarbúa.Vilhjálmur sagði nýjan meirihluta ekki í hættu og gagnrýndi að aðrir hefðu ekki axlað ábyrgð í málinu. Benti hann á að Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á stjórnarfundi Orkuveitunnar, hefði ekki gert athugasemdir við sameininguna. Enn fremur sagði hann að Orkuveita Reykjavíkur hefði ekki skaðast á málinu.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira