Dagur segir að enginn ætli að axla ábyrgð í REI-málinu 9. febrúar 2008 12:59 Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn við skýrslunni um REI veki áleitnar spurningar. Greinilegt sé að enginn þeirra ætli að axla ábyrgð í málinu "Þar ætlar enginn að axla ábyrgð. Í mínum huga segir það minnst um skýrsluna en miklu meira um plagsið í íslenskri pólitík. Ef sambærileg skýrsla hefði birst í einhverju nágrannalanda okkar hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum," segir Dagur. "Jafnvel þegar ekki þarf lengur að deila um staðreyndir hvarflar ekki að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni eða borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að það eigi að hafa nokkrar pólitískar afleiðingar. Ég skil vel að borgarbúar standi eftir furðu lostnir." Dagur segir einnig að það sé engin leið að henda reiður á eftiráskýringum og eftirá-eftirá-leiðréttingum sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sendir sér á hröðum flótta í veikri málsvörn. "Það sem ruglar mig þó ekki minna í ríminu er að tveir þeirra sem skrifa undir skýrsluna eru nýbúnir að klappa þennan sama Vilhjálm Þ. upp sem næsta borgarstjóra í Reykjavík," segir Dagur. "Hvernig í veröldinni getur það staðist eftir það sem á undan er gengið og hefur nú verið fest á blað? Ég get einfaldlega ekki komið þessu heim og saman. Og af hverju tekur enginn borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins símann frá fréttamönnum. Ég held að það sé vegna þess að þeir geta ekki svarað þessari spurningu: Er verjandi að hefja höfuðpaurinn í REI-málinu til æðstu virðingarstöðu í borgarpólitíkinni? Er það lærdómurinn sem Vilhjálmur, Ólafur F. Magnússon og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins telja rétt að draga af málinu?" Dagur segir einnig að fyrir utan leyndina, pukrið og offorsið sem dregið er fram í skýrslunni er ljóst að borgarstjóri fór fram án umboðs, misfór með vald og umgekkst eigur almennings af ábyrgðarleysi. Umboðsleysið snýst ekki aðeins um hið lagalega, sem mest hefur verið til umræðu, heldur ekki síður pólitískt umboð. Vilhjálmur hafði engan í eigin flokki með sér í þessu máli. Þar varð alger trúnaðarbrestur. Erfitt er að sjá hvernig í þá bresti verður barið. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni og Vilhjálmur sjálfur verða hins vegar að eiga það við sína samvisku og borgarbúa hvernig þeir axla sín skinn. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn við skýrslunni um REI veki áleitnar spurningar. Greinilegt sé að enginn þeirra ætli að axla ábyrgð í málinu "Þar ætlar enginn að axla ábyrgð. Í mínum huga segir það minnst um skýrsluna en miklu meira um plagsið í íslenskri pólitík. Ef sambærileg skýrsla hefði birst í einhverju nágrannalanda okkar hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum," segir Dagur. "Jafnvel þegar ekki þarf lengur að deila um staðreyndir hvarflar ekki að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni eða borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að það eigi að hafa nokkrar pólitískar afleiðingar. Ég skil vel að borgarbúar standi eftir furðu lostnir." Dagur segir einnig að það sé engin leið að henda reiður á eftiráskýringum og eftirá-eftirá-leiðréttingum sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sendir sér á hröðum flótta í veikri málsvörn. "Það sem ruglar mig þó ekki minna í ríminu er að tveir þeirra sem skrifa undir skýrsluna eru nýbúnir að klappa þennan sama Vilhjálm Þ. upp sem næsta borgarstjóra í Reykjavík," segir Dagur. "Hvernig í veröldinni getur það staðist eftir það sem á undan er gengið og hefur nú verið fest á blað? Ég get einfaldlega ekki komið þessu heim og saman. Og af hverju tekur enginn borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins símann frá fréttamönnum. Ég held að það sé vegna þess að þeir geta ekki svarað þessari spurningu: Er verjandi að hefja höfuðpaurinn í REI-málinu til æðstu virðingarstöðu í borgarpólitíkinni? Er það lærdómurinn sem Vilhjálmur, Ólafur F. Magnússon og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins telja rétt að draga af málinu?" Dagur segir einnig að fyrir utan leyndina, pukrið og offorsið sem dregið er fram í skýrslunni er ljóst að borgarstjóri fór fram án umboðs, misfór með vald og umgekkst eigur almennings af ábyrgðarleysi. Umboðsleysið snýst ekki aðeins um hið lagalega, sem mest hefur verið til umræðu, heldur ekki síður pólitískt umboð. Vilhjálmur hafði engan í eigin flokki með sér í þessu máli. Þar varð alger trúnaðarbrestur. Erfitt er að sjá hvernig í þá bresti verður barið. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni og Vilhjálmur sjálfur verða hins vegar að eiga það við sína samvisku og borgarbúa hvernig þeir axla sín skinn.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira