Innlent

Hundur í óskilum í Blöndubakka

Anna Kristín íbúi að Blöndubakka 3 í Reykjavík hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að á heimili hennar væri hundur í óskilum. Hafði hann leitað þangað undan veðrinu.

Hundurinn er af border collie kyni, brúnn og með hvítan skjöld á bringunni. Hann er með gaddaól um hálsinn en engin áletrun er á henni. Þeir sem eiga hundinn geta haft samband við Önnu í síma 562-9948.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×