Innlent

Eldingar víða á Suður- og Vesturlandi

Eldingum sló niður víða um Suður- og Vesturland í gærkvöldi og raunar fram á nótt. Þær fylgdu kuldaskilum þegar kalt loft kom yfir hlýja loftið.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu varir við nokkrar eldingar á tíunda tímanum í gærkvöldi en svo mikill var veðurhamurinn um líkt leyti að lítið heyrðist í þrumunum sem fylgdu í kjölfarið.

Frést hefur af eldingum allt austur í Skaftafell en mestar virðast þær hafa verið á Suðurlandi, og einkum út af suðurströndinni en einnig vestur af Snæfellsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×