Steinþór vill starfsfrið 8. febrúar 2008 12:07 Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Stjórendur Sláturfélags Suðurlands vilja að friður skapist innan sölu- og markaðsdeildar og segja fréttir Vísis af starfsmannamálum hjá Sláturfélaginu orðum auknar og beinlínis rangar. Vísir greindi frá því á miðvikudag að mikil óánægja væri á meðal margra starfsmanna Sláturfélags Suðurlands og á síðustu dögum hefðu sex starfsmenn sölu- og markaðsdeildar, þar af þrír stjórnendur, sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá var haft eftir heimildarmönnum Vísis í fyrirtækinu enn fleiri væru að íhuga stöðu sína. Sláturfélag Suðurlands sendi í dag frá sér yfirlýsingu og er hún birt hér í heild sinni:„Vefritið Vísir.is gerði starfsmannamál Sláturfélags Suðurlands að umfjöllunarefni hinn 6. febrúar sl. Í fréttinni er látið liggja að því að óánægja sé "með stjórnendur Sláturfélagsins" og að sex starfsmenn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og að fleiri íhugi stöðu sína og muni segja upp störfum á næstu dögum. Óhætt er að fullyrða að fréttir af breytingum hjá Sláturfélaginu og orsökum þeirra séu verulega orðum auknar eða beinlínis rangar.Hið rétta er að tveir millistjórnendur hyggjast flytjast til annarra landa og sögðu þess vegna lausum störfum sínum en munu vinna allan sinn uppsagnarfrest og leggja allt kapp á að skila verkum sínum með sóma.Yfirmaður sölu- og markaðsdeildar, sem starfað hefur í þrjú ár hjá fyrirtækinu, sagði starfi sínu lausu og eins og títt er við slíkar mannabreytingar hefur hann verið leystur undan vinnuskyldu. Sonur hans, sem starfaði í sömu deild, sagði jafnframt upp og hefur einnig verið leystur undan vinnuskyldu. Báðum eru þökkuð vel unnin störf. Engar upplýsingar liggja fyrir um aðrar uppsagnir.Starfsfólk sölu- og markaðsdeildar hefur náð mjög góðum árangri undanfarna mánuði, sem hefur skilað sér í mikilli söluaukningu og góðum baráttuanda. Stjórnendur SS eru mjög ánægðir með þennan árangur og deildin fær fullan stuðning til áframhaldandi sóknar.Það er markmið Sláturfélags Suðurlands að skapa starfsumhverfi þar sem fólki líður vel, nýtur sín í starfi og fær tækifæri til að sýna sitt besta. Í samstarfi við starfsmannafélag SS hefur verið ákveðið að leggja í fjölmörg verkefni til að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsfólks. Á meðal verkefnanna má nefna mataræði á vinnustað, mat á heilsufari, reykleysi, líkamsbeitingu, öryggismál, leikfimi við störf, átak gegn streitu og styrki vegna íþróttaiðkunar.Á fundi sem Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hélt með starfsfólki síðdegis í gær, 7. febrúar, voru þessi verkefni kynnt og farið var yfir þær fréttir sem fluttar hafa verið af væringum innan fyrirtækisins. Starfsfólk þakkaði stuðning félagsins og lýsti ánægju með þau verkefni sem kynnt voru og lýsti fullum hug til áframhaldandi sóknar fyrir félagið.Það er einlæg ósk stjórnenda Sláturfélags Suðurlands að nú skapist sá friður innan sölu- og markaðsdeildar, sem nauðsynlegur er til að starfsemi fyrirtækisins geti farið fram með besta hætti og að hið ágæta starfsfólk, sem vinnur hjá Sláturfélaginu, fái frið til að sinna störfum sínum."Athugasemd ritstjórnar: Vísir stendur við frétt sína af málinu. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Stjórendur Sláturfélags Suðurlands vilja að friður skapist innan sölu- og markaðsdeildar og segja fréttir Vísis af starfsmannamálum hjá Sláturfélaginu orðum auknar og beinlínis rangar. Vísir greindi frá því á miðvikudag að mikil óánægja væri á meðal margra starfsmanna Sláturfélags Suðurlands og á síðustu dögum hefðu sex starfsmenn sölu- og markaðsdeildar, þar af þrír stjórnendur, sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá var haft eftir heimildarmönnum Vísis í fyrirtækinu enn fleiri væru að íhuga stöðu sína. Sláturfélag Suðurlands sendi í dag frá sér yfirlýsingu og er hún birt hér í heild sinni:„Vefritið Vísir.is gerði starfsmannamál Sláturfélags Suðurlands að umfjöllunarefni hinn 6. febrúar sl. Í fréttinni er látið liggja að því að óánægja sé "með stjórnendur Sláturfélagsins" og að sex starfsmenn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og að fleiri íhugi stöðu sína og muni segja upp störfum á næstu dögum. Óhætt er að fullyrða að fréttir af breytingum hjá Sláturfélaginu og orsökum þeirra séu verulega orðum auknar eða beinlínis rangar.Hið rétta er að tveir millistjórnendur hyggjast flytjast til annarra landa og sögðu þess vegna lausum störfum sínum en munu vinna allan sinn uppsagnarfrest og leggja allt kapp á að skila verkum sínum með sóma.Yfirmaður sölu- og markaðsdeildar, sem starfað hefur í þrjú ár hjá fyrirtækinu, sagði starfi sínu lausu og eins og títt er við slíkar mannabreytingar hefur hann verið leystur undan vinnuskyldu. Sonur hans, sem starfaði í sömu deild, sagði jafnframt upp og hefur einnig verið leystur undan vinnuskyldu. Báðum eru þökkuð vel unnin störf. Engar upplýsingar liggja fyrir um aðrar uppsagnir.Starfsfólk sölu- og markaðsdeildar hefur náð mjög góðum árangri undanfarna mánuði, sem hefur skilað sér í mikilli söluaukningu og góðum baráttuanda. Stjórnendur SS eru mjög ánægðir með þennan árangur og deildin fær fullan stuðning til áframhaldandi sóknar.Það er markmið Sláturfélags Suðurlands að skapa starfsumhverfi þar sem fólki líður vel, nýtur sín í starfi og fær tækifæri til að sýna sitt besta. Í samstarfi við starfsmannafélag SS hefur verið ákveðið að leggja í fjölmörg verkefni til að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsfólks. Á meðal verkefnanna má nefna mataræði á vinnustað, mat á heilsufari, reykleysi, líkamsbeitingu, öryggismál, leikfimi við störf, átak gegn streitu og styrki vegna íþróttaiðkunar.Á fundi sem Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hélt með starfsfólki síðdegis í gær, 7. febrúar, voru þessi verkefni kynnt og farið var yfir þær fréttir sem fluttar hafa verið af væringum innan fyrirtækisins. Starfsfólk þakkaði stuðning félagsins og lýsti ánægju með þau verkefni sem kynnt voru og lýsti fullum hug til áframhaldandi sóknar fyrir félagið.Það er einlæg ósk stjórnenda Sláturfélags Suðurlands að nú skapist sá friður innan sölu- og markaðsdeildar, sem nauðsynlegur er til að starfsemi fyrirtækisins geti farið fram með besta hætti og að hið ágæta starfsfólk, sem vinnur hjá Sláturfélaginu, fái frið til að sinna störfum sínum."Athugasemd ritstjórnar: Vísir stendur við frétt sína af málinu.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira