Innlent

Varað við stormi í dag

Hellisheiðin er ófær.
Hellisheiðin er ófær.

Veðurstofan varar við stormi víða um land seint í dag og mikilli rigningu sunnan- og vestanlands síðdegis. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari í allt að 28 metra á sekúndu.

Það er hálka á Reykjanesbraut og í Þrengslum. Ófært er ennþá um Hellisheiði en gert er ráð fyrir að hún opni seinna í dag. Þungfært er um Sandskeið vegna umferðaróhapps þar sem ökutæki teppir umferð til austurs.Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi. Á Vesturlandi hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Þungfært er um Bröttubrekku en unnið er að mokstri. Á Snæfellsnesi er hálka á Fróðárheiði og á Vatnaleið. Þæfingsfærð er í Borgarfirði en mokstur stendur yfir. Á Vestfjörðum er ennþá mikil ófærð en mokstur stendur yfir á öllum leiðum. Búið er að opna Óshlíðina en vegfarendur eru beðnir um að fara varlega.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á öllum leiðum. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði en verið er að moka. Lágheiði er ófær. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófær. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×