Innlent

Hörmulegt atvik

Margrét Frímannsdóttir.
Margrét Frímannsdóttir. MYND/GVA

„Þetta var hörmulegt atvik, en ég á eftir að sjá skýrslur sem teknar voru í málinu og fyrr tjái ég mig ekki um það," segir Margrét Frímannsdóttir, settur forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni, aðspurð um þann atburð þegar fangi lést í klefa sínum í fangelsinu. Í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld var greint frá því að maðurinn hafi látist af völdum meþadon eitrunar, en meþadon er mjög sterkt verkjalyf.

„Það er mjög gott eftirlit með lyfjagjöf á Litla Hrauni og heilbrigðisstarfsmenn fangelsisins standa sig mjög vel. Ég get hins vegar ekki komið með nein viðbrögð vegna þessa máls fyrr en ég sé skýrlur sem teknar voru í málinu þar á meðal lögregluskýrsluna sem gerð var í kjölfar þessa andláts," segir Margrét Frímannsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×