Fjölskyldu gert að fara af kirkjujörð 7. febrúar 2008 18:54 Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs í Laufási með því að neyða fjölskyldu hans burt af jörðinni, segir kona í Grýtubakkahreppi í opnu bréfi til biskups. 97% sóknarbarna vilja að fjölskylda hans fái áfram að búa á Laufási en kirkjan segist verða að fara að reglum. Séra Pétur Þórarinsson prestur í Laufási í Eyjafirði lést í fyrra eftir erfið veikindi og sagði hann sögu sína í Kompásþætti, skömmu fyrir andlátið. Laufásjörðin er í eigu kirkjunnar og nokkru eftir andlát Péturs gekk undirskriftalisti sem sendur var Biskupsstofu þar sem 97% sóknarbarna óskuðu þess að fjölskylda Péturs fengi áfram að búa á jörðinni og reka búskap þótt nýr prestur kæmi í Laufás. Það sem einkum hefur farið fyrir brjósti á fólki er að Biskupsstofa vill að sonur Péturs, Þórarinn, fjarlægi íbúðarhús sitt fyrir vorið af jörðinni. Ásta F. Flosadóttir íbúi á Höfða 1 í Grýtubakkahreppi hefur nú sent opið bréf til biskups þar sem hún talar um uppbyggingu Laufásfólksins á jörðinni síðustu árin. "Að sama skapi er það dapurlegt að verða vitni að tilraunum þröngs hóps innan prestastéttarinnar að bola fjölskyldu séra Péturs burt úr Laufási, "segir í bréfi hennar. Hún segir ennfremur: Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs með því að neyða fjölskyldu hans burt úr Laufási. Það er nöturlegt að hugsa til þess að öll þau fögru orð sem biskup og prestastéttin viðhafði við andlát Péturs skuli nú vera gleymd, og grafin með honum. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur einnig lýst óánægju með afstöðu kirkjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu hefur kirkjan komið á móts við fjölskyldu Péturs til dæmis með því að bjóða syni Péturs, Þórarni, jörðina til búrekstrar í 4 ár. Biskupsstofa segist aðeins hafa farið að lögum og reglu en ef ekki náist sættir gæti málið farið þannig að prestsetrið verði flutt og Laufásjörðin verði seld. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs í Laufási með því að neyða fjölskyldu hans burt af jörðinni, segir kona í Grýtubakkahreppi í opnu bréfi til biskups. 97% sóknarbarna vilja að fjölskylda hans fái áfram að búa á Laufási en kirkjan segist verða að fara að reglum. Séra Pétur Þórarinsson prestur í Laufási í Eyjafirði lést í fyrra eftir erfið veikindi og sagði hann sögu sína í Kompásþætti, skömmu fyrir andlátið. Laufásjörðin er í eigu kirkjunnar og nokkru eftir andlát Péturs gekk undirskriftalisti sem sendur var Biskupsstofu þar sem 97% sóknarbarna óskuðu þess að fjölskylda Péturs fengi áfram að búa á jörðinni og reka búskap þótt nýr prestur kæmi í Laufás. Það sem einkum hefur farið fyrir brjósti á fólki er að Biskupsstofa vill að sonur Péturs, Þórarinn, fjarlægi íbúðarhús sitt fyrir vorið af jörðinni. Ásta F. Flosadóttir íbúi á Höfða 1 í Grýtubakkahreppi hefur nú sent opið bréf til biskups þar sem hún talar um uppbyggingu Laufásfólksins á jörðinni síðustu árin. "Að sama skapi er það dapurlegt að verða vitni að tilraunum þröngs hóps innan prestastéttarinnar að bola fjölskyldu séra Péturs burt úr Laufási, "segir í bréfi hennar. Hún segir ennfremur: Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs með því að neyða fjölskyldu hans burt úr Laufási. Það er nöturlegt að hugsa til þess að öll þau fögru orð sem biskup og prestastéttin viðhafði við andlát Péturs skuli nú vera gleymd, og grafin með honum. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur einnig lýst óánægju með afstöðu kirkjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu hefur kirkjan komið á móts við fjölskyldu Péturs til dæmis með því að bjóða syni Péturs, Þórarni, jörðina til búrekstrar í 4 ár. Biskupsstofa segist aðeins hafa farið að lögum og reglu en ef ekki náist sættir gæti málið farið þannig að prestsetrið verði flutt og Laufásjörðin verði seld.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira