Innlent

Sex ára fangelsi fyrir að skjóta á eiginkonuna

Umsátursástand skapaðist við við húsið í Hnífsdal og voru sérsveitarmenn kallaðir að sunnan.
Umsátursástand skapaðist við við húsið í Hnífsdal og voru sérsveitarmenn kallaðir að sunnan.

Hæstiréttur dæmdi í dag Ólaf Þór Guðmundsson í sex ára fangelsi fyrir að skjóta að eiginkonu sinni með haglabyssu á heimili þeirra á Vestfjörðum síðastliðið sumar.

Héraðsdómur Vestfjarða hafði áður dæmt Ólaf Þór í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Konan hlaut ekki alvarlega áverka en ljóst var að maðurinn hafði beitt skotvopninu á þann hátt að hann framdi lífshættulegan verknað og að hending ein réði því að ekki hlaust bani af.

Í dómnum kemur fram að við ákvörðun refsingar verði „að líta til þess hversu einbeittur ásetningur ákærða til verknaðarins hafi verið, eins og gert er í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms.

Ákærði fór með hlaðna haglabyssu, sem hann hafði sótt á neðri hæð hússins, á eftir konu sinni að útidyrum á efri hæð, þar sem hún leitaði útgöngu. Þar lauk eftirförinni með skoti úr byssunni þegar útidyrnar höfðu verið opnaðar.

Á einhverju stigi frá því að ákærðu ákvað að sækja byssuna, hvort sem hún þá var hlaðin eða hann hlóð hana, og þar til hann hleypti af henni svo nálægt konu sinni að höglin strukust við hægri öxl hennar, varð ásetningurinn til."

Málsvörn Ólafs Þórs að um voðaskot hefði verið að ræða var því hafnað og við ákvörðun refsingar var litið til þess hversu einbeittur ásetningur ákærða til verknaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×