Innlent

Ólafur Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóri borgarstjórnar

Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Borgarráð réð á fundi sínum í dag Ólaf Kr. Hjörleifsson í stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.

Ólafur lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og hefur starfað í opinberri stjórnsýslu í tæp 10 ár, fyrst sem fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði en frá árinu 2000 á skrifstofu borgarstjórnar. Ólafur hefur verið staðgengill skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2001 og var hann settur skrifstofustjóri í eitt ár frá 1. maí 2004.

Ólafur er 37 ára að aldri, kvæntur Vilborgu Á. Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×