Innlent

Sonurinn týndur síðan á sunnudag

Breki Logason skrifar
Ívar Jørgensson hefur verið týndur síðan á sunnudag.
Ívar Jørgensson hefur verið týndur síðan á sunnudag.

„Það heyrðist síðast í honum á sunnudagskvöldið og þá var hann greinilega drukkinn," segir Jørgen Erlingsson faðir 18 ára íslensks pilts sem nú er leitað á Jótlandi í Danmörku.

Pilturinn heitir Ívar Jørgensson og var að skemmta sér með kunningjum sínum um helgina að sögn föðurins. „Hann ætlaði að sækja vinkonu sína en kom aldrei til hennar," segir Jørgen en fjölskyldan hefur búið í Havndal á Jótlandi.

Jørgen segir að fjölskyldan hafi tilkynnt að drengurinn væri týndur strax á mánudaginn, en í Danmörku gilda reglur um að ekki megi auglýsa eftir týndu fólki fyrr en eftir sólarhring.

„Síðan fer einhver misskilningur í gang og okkur er kastað á milli lögregluumdæma og það er ekki fyrr en fyrst í dag að eitthvað fer að gerast," segir Jørgen

Jørgen segir að öll fjölskyldan úti auk vina og kunningja séu búin að setja í gang heljarinnar net í von um að finna drenginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×