Innlent

Vatnsveður og hvassviðri í stað snjókomu

Björgunarsveitir hafa mörgum sinnum verið kallaðar út í vetur vegna veðurofsa.
Björgunarsveitir hafa mörgum sinnum verið kallaðar út í vetur vegna veðurofsa. MYND/Stöð 2

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra bendir á að Veðurstofa Íslands spái vonskuveðri á landinu á morgun og á laugardag.

Þá mun hlýna um allt land í fyrramálið og er gert ráð fyrir 4-9 stiga hita á landinu. Því mun fylgja talsvert vatnsveður og snarpar vindhviður. Bendir almannavarnadeild húseigendum á að ganga vel frá niðurföllum og huga að lausum munum.

Þá verður stórstreymt og eigendur báta á Suðvesturlandi eru beðnir að huga að þeim.

Þeir sem þurfa að vera á ferðinni eru hvattir til að fylgjast vel með þróun veðurs og færðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×