Innlent

Vill svör um skipan héraðsdómara

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi vegna skipanara í embætti héraðsdómarar.

Þar spyr Árni Þór hversu mörg embætti héraðsdómara hafa verið veitt frá gildistöku núgildandi dómstólalaga og hve margir umsækjendur voru um hvert embætti fyrir sig.

Þá spyr Árni einnig hvernig umsækjendum hafi verið raðað í hæfnisflokka af dómnefnd en eins og kunnugt er deildu núverandi dómnefnd og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands.

Að lokum spyr Árni Þór dómsmálaráðherra úr hvaða hæfnisflokki sá hafi verið sem hlaut embættið hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×