Innlent

Kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono

Friðarsúla Yoko Ono
Friðarsúla Yoko Ono

Í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík verður kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono í kvöld, 7. febrúar kl. 19:00 og mun ljósið loga yfir hátíðina; fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 19:00 -01:00.

Ljósmyndasýning á vegum ljósmyndakeppni.is verður opnuð í hesthúsinu í Viðey, bakvið Viðeyjarstofu, föstudaginn 8. febrúar kl. 19:00.

Ljósmyndkeppni.is efndi til samkeppni um ljósmyndir af Friðarsúlu Yoko Ono síðastliðið haust og stóð keppnin fram í janúar. Dómnefnd skipuð þeim Þorvaldi Erni Kristinssyni ljósmyndara, Ara Sigvaldasyni frá Fótógrafí og Maríu Karen Sigurðardóttur safnstjóra Ljósmyndasafns Reykjavíkur valdi 20 myndir sem sýndar verða í hesthúsinu í Viðey og mun sýningin standa fram á vor.

Einnig verða myndirnar prentaðar í formi póstkorta og mun hagnaður af sölu þeirra renna til UNICEF. Kortin verða seld í Viðey, bókabúðum og minjagripaverlsunum. Að opnun lokinni verður gengið með kyndla að verkinu. Léttar veitingar í boði. Styrktaraðilar keppninnar eru Hans Petersen, Morgunblaðið, Pixlar og Prentsmiðjan Oddi.

Áhugaljósmyndarar gefa góð ráð við að ljósmynda Friðarsúlu Yoko Ono. Friðarsúlan er spennandi viðfangsefni fyrir ljósmyndara hvort sem um fagmenn eða leikmenn er að ræða. Friðarsúlan er síbreytileg og hægt að mynda hana á óteljandi vegu og er þannig afar spennandi og krefjandi myndefni.

Boðið verður uppá námskeið fyrir alla áhugasama föstudagskvöldið 8. febrúar í kjölfar opnun ljósmyndasýningarinn. Lagt verður af stað í kyndilgöngu og víðsvegar á leiðinni verða gefin góð ráð í ljósmyndun á friðasúlunni, en ljósmyndararnir verða með starfstöðvar á nokkrum stöðum á milli hesthússins og friðarsúlunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×