Innlent

Myndband: Unglingaslagsmálin í Kringlunni

Mikil hópamyndun var í Kringlunni í gær.
Mikil hópamyndun var í Kringlunni í gær.

Vísir sagði frá unglingaslagsmálum í Kringlunni í gær. Þar söfnuðust tveir hópar unglinga saman og slógust. Lögreglan var kölluð á staðinn. Tveir ungir piltar voru handteknir.

Öryggisvörður í Kringlunni sagði að nokkuð hefði verið um slagsmál og stympingar og var meðal annars ráðist á einn öryggisvörð. Um fimmtíu manns voru samankomnir og var erfitt að koma þeim út úr verslunarmiðstöðinni.

Hægt er að sjá myndband af slagsmálunum með fréttinni, en einn af slagsmálahundunum virðist hafa sett það inn á youtube.

Lögreglan handtók tvo fjórtán ára pilta vegna slagsmálanna og þurftu foreldrar þeirra að sækja þá niður á lögreglustöð í kjölfarið.

Hægt er að horfa á myndbandið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×