Innlent

Maður dæmdur fyrir að bíta mann

Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst að öðrum karlmanni í heimahúsi í Vestmannaeyjum þann 1.apríl árið 2006.

Karlmanninum var gert að sök að hafa slegið manninn tveimur hnefahöggum, rifið í vinstara auga hans og bitið í vinstra læri með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga á vinstra auga, eymsli yfir kjálka, bitfar og stórt mar á innanvert læri og mar og rispur á holhöndum og herðum.

Maðurinn játaði allt nema bitið í læri fyrir dómi. Dómnum þótti hinsvegar sannað að hann hafi ráðist svo harkalega og þurfti hann að greiða þær skaðabætur sem fórnarlambið fór fram á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×