Innlent

Vont veður í allan dag

Sigurður Þ. Ragnarsson.
Sigurður Þ. Ragnarsson.
Útlit er fyrir að veður verði slæmt í allan dag. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, segir að vindur muni ekki ganga niður fyrr en í nótt. Nú er veðrið að ganga í hvassa suðvestan átt um mest allt land. Hætta er á að myndalegar hviður fylgi í kjölfarið, einkum í nánd við fjöll og háhýsi. Þegar líður á daginn ganga él yfir Suður- og Vesturland. Búast má því við að færð verði áfram þung. Fólk ætti að gera ráð fyrir að vera lengur en venjulega á leið heim úr vinnu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×