Innlent

Hæstiréttur klofnaði í afstöðu til farbannsúrskurðar

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að framlengja farbann yfir manni, sem grunaður er um að hafa ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ, til 12. febrúar næstkomandi. Slysið varð í lok nóvember síðastliðinn og lést drengurinn á sjúkrahúsi nokkrum dögum seinna. Lögreglan krafðist fjögurra vikna farbanns og byggði þá kröfu meðal annars á því að beðið er eftir niðurstöðum úr DNA greiningu.

Maðurinn krafðist þess hins vegar að farbanninu yrði aflétt og kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar, Hann hefur nú staðfest úrskurðinn með atkvæðum tveggja dómara, þeirra Páls Hreinssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttadómari skilaði sératkvæði og taldi að ekki hefði verið sýnt fram að nauðsyn þess að framlengja farbannið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×