Innlent

Skilyrði sett fyrir kaupum Kaupþings á hlut í Einkaklúbbnum

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. MYND/Páll Bergmann

Samkeppniseftirlitið hefur sett skilyrði fyrir kaupum Kaupþings á 49 prósenta hlut í Einkaklúbbnum ehf. sem nú ber heitið Ekort.

Tilkynnt var um kaupin í september í fyrra en í þeim felst að Kaupþing og SPRON stjórni félaginu saman. Um var að ræða samruna í skilningi samkeppnislaga og var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að setja yrði skilyrði fyrir honum.

Í þeim felst að SPRON, Kaupþing og Einkaklúbburinn muni starfa sem mest óháð hvert öðru og á Einkaklúbburinn að lúta sjálfstæðri stjórn og SPRON og Kaupþing gefa út kreditkort undir vörumerkinu e-kort án samstarfs hvort við annað.

Samkeppniseftirlitið telur að þessi skilyrði séu nægjanleg til þess að eyða þeim samkeppnislegu vandamálum sem ella hefðu skapast með samrunanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×