Innlent

Faxaflóahafnir tilbúnar til viðræðna við HB Granda

Faxaflóahafnir lýsa sig reiðubúnar til uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Akranesi.
Faxaflóahafnir lýsa sig reiðubúnar til uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Akranesi.

Stjórn Faxaflóahafna lýsir sig reiðubúna að hefja þegar í stað viðræður og samvinnu við HB Granda ef félagið vilji byggja upp framtíðarstarfsemi sína á Akranesi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundir stjórnarinnar í dag.

Þar tekur stjórn Faxaflóahafna undir áhyggjur af stöðu mála varðandi fiskvinnslu og útgerð á Akranes og áréttar að Faxaflóahafnir munu sem fyrr vinna að því að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn. Eins og kunnugt er hefur öllum starfsmönnum HB Granda í landvinnslu á Akranesi verið sagt upp, um 60 manns, og verður um þriðjungur ráðinn aftur.

Stjórn Faxaflóahafna bendir á að hugmyndir um þróun Akraneshafnar hafi verið kynntar fulltrúum Akraneskaupstaðar og fram hefur komið á Vísi að þær tengist meðal annars auknu landrými við hafnarbakkann og aukinni kyrrð í höfninni.

Enn fremur segir í ályktuninni að formaður stjórnar Faxaflóahafna og hafnarstjóri hafi þegar þegar átt fund með forstjóra HB Granda varðandi starfsstöðvar félagsins á Akranesi og í Reykjavík og hugmyndir HB Granda hf. um breytingar og endurbætur á þeim.

„Framtíð fiskvinnslu á Akranesi virðist því miður óviss sem stendur. Ákveði HB Grandi hf. að leggja áherslu á framtíðaruppbyggingu starfsemi sinnar þar lýsir stjórn Faxaflóahafna sf sig reiðubúna til þess að hefja þegar í stað viðræður og samvinnu við félagið um það hvernig það megi verða á sem farsælasta máta. Stjórnin felur formanni og Hafnarstjóra að annast þær viðræður," segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×