Innlent

Fjölgun nýskráðra hluta- og einkahlutafélaga aldrei meiri

Nærri þrjú af hverjum fjórum nýskráðum félögum eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu.
Nærri þrjú af hverjum fjórum nýskráðum félögum eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. MYND/Vilhelm

Nýskráðum hluta- og einkahlutafélögum fjölgaði um tæplega 3.700 í fyrra og hefur fjölgunin aldrei verið meiri.

Fram kemur á vef Hagstofu Íslands að þeim hafi fjölgað um 15 prósent frá árinu 2006 en þá voru tæplega 3.200 hluta- og einkahlutafélög skráð. Heildarfjöldi skráðra hlutafélaga og einkahlutafélaga var rúmlega 28 þúsund í árslok í fyrra og af þeim voru tæplega 13 þúsund sem greiddu laun.

Tölur Hagstofunnar leiða enn fremur í ljós að hlutfallsleg skipting nýskráninga niður á atvinnugreinar er nokkuð jöfn á milli ára en ef nýskráningar eru skoðaðar eftir landsvæðum þá eru tæplega 72 prósent nýskráðra félaga með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Á árinu 2007 fjölgaði nýskráningum þó hlutfallslega mest á Vesturlandi eða um 45 prósent frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×