Innlent

Hellisheiði lokuð til morguns

Hellisheiði verður ekkert opnuð í kvöld.
Hellisheiði verður ekkert opnuð í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Hellisheiðin ófær og ekki verður reynt að opna hana þar til á morgun. Hinsvegar er opið um Þrengslin.

Þæfingsfærð er víða á Suðurlandi. Á Reykjanesbraut er hálka og

skafrenningur en annars er víðast snjóþekja á Suðurnesjum og talsverður skafrenningur.

Búið er að opna Bröttubrekku og verður reynt að halda henni opinni til

klukkan níu í kvöld. Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiði og sumstaðar í

Borgarfirði, jafnvel þungfært í uppsveitum .

Éljagangur og skafrenningur er víðast hvar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Lágheiði er orðin ófær. Veður fer versnandi á

Norðausturlandi.

Á Austurlandi er víðast hált. Öxi er ófær. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.

Vegagerðin vill einnig minna vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega biðjum við fólk að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×