Innlent

Hjálpsamir borgarar gleymdu bíllykli á Ásvallagötu

Tveir borgarar, að öllum líkindum feðgar, komu stúlku til hjálpar á Ásvallagötu um kl. 07.45 í morgun og aðstoðuðu hana við að komast leiðar sinnar í ófærðinni. Hún ók rauðum VW Golf en svo óheppilega vildi til að bíllykill mannanna varð eftir í bíl stúlkunnar. Um er að ræða fjarstýringu og lykil að Mazda-bifreið. Hinir hjálpsömu borgarar geta nú nálgast fjarstýringuna og lykilinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þangað kom stúlkan síðdegis. Hún telur að heiðursmennirnir, sem hún kallar svo, búi á Ásvallagötu eða þar nærri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×