Innlent

Botninn dottinn úr loðnuveiðunum

MYND/365

Engin loðna hefur fundist norðaustur af landinu um nokkurt skeið og er botninn alveg dottinn úr veiðunum eftir nokkurra daga veiði srax upp úr áramótum.

Tvö eða þrjú skip eru enn að leita, en önnur skip hafa snúið sér að kolmunnaveiðum. Hafrannsóknaskip hefur einnig verið að leita að loðnu en eftir því sem best er vitað er árangurinn lítill sem engin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×