Innlent

Handtekinn með kókaín í Hafnarfirði

MYND/ÚR SAFNI

Eftir húsleit í íbúð í Hafnarfirði í gær var karlmaður á fertugsaldri handtekinn og síðar úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Við húsleitina fundust 600 grömm af kókaíni. Einnig fannst talsvert af fjármunum en grunur leikur á að það fé sé ágóði af fíkniefnasölu.

Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Rannsókn málsins er á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×