Innlent

Óþægilegt að taka við embætti borgarstjóra

„Það var nú vægast sagt óþægilegt og mér fannst þetta fara gjörsamlega úr böndunum," sagði Ólafur F Magnússon í viðtali við Fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu aðspurður um hvernig honum hafi liðið að taka við embættinu í dag.

Mikil mótmæli voru á borgarstjórnarfundi í dag og var ítrekað púað á hinn nýja borgarstjóra. „Við ætluðum að halda uppi leikgreglum borgarstjórnar og lýðræðisins en vorum vísvitandi trufluð," sagði Ólafur sem segir þessi mótmæli talsvert verri en þau sem fram fóru fyrir fimm árum þegar mál Kárahnjúka voru ræddi.

Dagur B Eggertsson sagði í samtali við Fréttastofuna að hann teldi ekki gott orðalag að segja þau verri. „Þau voru hinsvegar þau fjölmennustu sem hafa verið hér í ráðhúsinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×