Innlent

Rúmar 20 milljónir til rannsóknar á MND

Heilbrigðisráðherra og formaður MND félagsins á Íslandi ásamt fulltrúum styrktaraðila og framkvæmdanefndinni sem sá um framkvæmd söfnunarinnar.
Heilbrigðisráðherra og formaður MND félagsins á Íslandi ásamt fulltrúum styrktaraðila og framkvæmdanefndinni sem sá um framkvæmd söfnunarinnar. Mynd/ MND félagið

Tuttugu og ein milljón króna fengust úr söfnuninni „Dollar á mann" sem MND félagið gekkst fyrir til að safna fé til rannsókna á MND sjúkdómnum. Söfnuninni lauk í dag, en markmið hennar var að safna jafngildi eins Bandaríkjadollara á hvern Íslending til rannsókna á sjúkdómnum. Það markmið hefur náðst ef miðað er við fjölda Íslendinga 1. desember síðastliðinn.

„Ég hef sjaldan verið eins stoltur af því að vera Íslendingur og núna, því við erum að færast úr því að hafa ekki lagt eina einustu krónu til rannsókna á MND sjúkdómnum yfir í það að vera sú þjóð sem leggur hlutfallslega mest," segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×