Innlent

Krónprins framsóknar farinn

Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor.

Björn Ingi er búinn að vera í erfiðum málum innan flokksins og utan, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Björn Ingi Hrafnsson sagði af sér sem borgarfulltrúi í dag. Gunnar Helgi bendir á fatamálið svokallaða og REI málið sem dæmi . „Björn Ingi er hins vegar krónprins flokksins og það virðist enginn vera sem geti tekið við af honum," segir Gunnar.

Varðandi atburði dagsins, þegar dagskrá borgarstjórnarfundar raskaðist vegna óláta á áhorfendapöllum, segist Gunnar Helgi ekki vita dæmi þess að borgarstjóri hafi þurft að láta rýma áhorfendapalla af svipuðum ástæðum. „En ef maður hugsar svolítið aftur í tímann að þá er Gúttóslagurinn náttúrulega miklu verri en þetta. Þá logaði hreinlega allur bærinn vegna deilna og lögreglan var ofurliði borin," segir Gunnar Helgi. Hann segir að meirihlutinn sem nú sé við völd geti lent í vandræðum ef Ólafur F. Magnússon forfallast þannig að kalla þurfi inn varamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×