Innlent

Svandís: „Endurtekið efni, sami höfundur“

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna sagði í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar nú í hádeginu að leynimakkið, leyndin, umboðsleysið og samráðsleysið væri allt kunnugleg stef. Það vær endurtekið efni með sama höfundi. Hún rakti sína aðkomu að REI málinu og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún sagði að tekist hefði verið að koma í veg fyrir að borgin missti Orkuveituna til einkaaðila og gerðir yrðu milljóna forréttindasamningar.

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna sagði í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar nú í hádeginu að leynimakkið, leyndin, umboðsleysið og samráðsleysið væri allt kunnugleg stef. Það vær endurtekið efni með sama höfundi. Hún rakti sína aðkomu að REI málinu og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún sagði að tekist hefði verið að koma í veg fyrir að borgin missti Orkuveituna til einkaaðila og gerðir yrðu milljóna forréttindasamningar.

Hún sagðist hafa verið boðuð á stjórnarfund OR 3. október með sólarhrings fyrirvara og sagt að hún fengi ekki upplýsingar um hvað fundurinn ætti að snúast, hún myndi skilja það á fundinum.Hún sagði að í byrjun hefði ekki verið margar raddir til andstöðu. Hún hefði verið einn stjórnarmanna OR sem andmælti málsmeðferðinni. Fundurinn varð til þess að meirihlutinn sprakk. Að lokum hafi almenningi verið nóg boðið og nýr meirihluti hefði verið skipaður.

„Mörg stefin nú eru kunnugleg, margar þagnir kunnuglegar. Ekki náðist í Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa, eða Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. „Við treystum okkar oddvitum" sögðu þau og segja það enn," sagði Svandís meðal annars í ræðu sinni.

Hún sagði ennfremur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í gríðarlegum vandræðum og henni væri illa brugði ef enginn borgarfulltrúannastæði upp þegar ljóst væri að stuðningur við nýjan meirihlutann væri einungis 25 prósent.

Hún ítrekaði að Tjarnarkvartettinn svokallaði hefði náð góðu samstarfi og ástæða þess að hann hefði getað unnið án málefnasamnings væri sú að þau hefðu unnið vel saman og þekkt áherslur hvers annars. Málefnin hefðu verið skýr og hópurinn hefði starfað eins og einn flokkur. Nýr meirihluta hefði í málefnasamningi ekki tekið mark á eigin gagnrýni. þeir ætluðu að fresta framtíðinni og hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni.

Að lokum þakkaði hún samstarfsmönnum en sagði að almenningi væri misboðið og hefði ekki sagt sitt síðasta orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×