Innlent

Bein útsending frá Ráðhúsinu í hádeginu og Björn Ingi í hádegisviðtali

MYND/Vilhelm

Bein útsending verður í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 frá borgarstjórnarfund þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og F-lista tekur við völdum.

Eins og fram hefur komið í fréttum tekur Ólafur F. Magnússon við sem borgarstjóri af Degi B. Eggertsssyni og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður svo borgarstjóri eftir um ár. Ungliðahreyfingar fráfarandi meirihluta hafa boðað til mótmæla við Ráðhúsið áður en borgarstjórnarfundurinn hefst.

Við þetta má bæta að Björn Ingi Hrafsson verður í hádegisviðtalinu á Stöð 2 og Bylgjunni en eins og kunnugt er hyggst hann hætta sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í dag.

Smelltu hér til að horfa á beina útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×