Innlent

Kjörnir fulltrúar að leika sér að lýðræðinu

Félagsfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík lýsir yfir fullum stuðningi við borgarfulltrúa sína sem nú standa í ströngu vegna óvæntra og ófyrirséðra breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar, og þakkar þeim fyrir glæsilegt og árangursríkt starf við stjórn borgarinnar undanfarna mánuði.Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir einnig að nýr meirihluti sé vart starfhæfur og að hann sé myndaður með blekkingum og klækjabrögðum. Meirihlutinn byggist á borgarfulltrúa án varamanns og útlit sé fyrir að upp geti komið stjórnarkreppa í Reykjavík sem sé óviðunandi fyrir Reykvíkinga.

„Hér eru kjörnir fulltrúar almennings í Reykjavík að gera sér leik að lýðræðinu og bregðast umboði sínu. Félagsfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hvetur til þess að borgarfulltrúar hins nýja meirihluta endurskoði ákvörðun sína og hugsi sig betur um áður en í óefni er komið" segir enn fremur í ályktun Samfylkingarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×