Innlent

Skipar starfshóp um aðgerðir gegn mansali

MYND/Anton

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um með hvaða hætti standa megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi.

Á vef ráðuneytisins kemur fram að tilgangurinn sé að koma betra skipulagi á þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að koma í veg fyrir mansal hér á landi. Bent er á að rannsaka þurfi umfang mansals og finna þurfi aðgerðir til að tryggja aðstoð við þolendur og vernd þeirra.

Á starfshópurinn að hafa til hliðsjónar efni alþjóðasamninga til að tryggja að

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur verið skipuð formaður starfshópsins en stefnt er að því að félags- og tryggingamálaráðherra skili ríkisstjórninni tillögu að slíkri aðgerðaáætlun í apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×