Engar ákvarðanir verið teknar um breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs 23. janúar 2008 15:41 MYND/GVA Deilt var um það á Alþingi í dag hvort sjálfstæðismenn hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs og hver staða hans yrði til frambúðar. Það var Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á nýrri könnun á afstöðu almennings til sjóðsins. Þar hefði komið fram afgerandi stuðningur við sjóðinn og að hann myndi starfa áfram í óbreyttri mynd. Taldi hann rétt að ræða málið þar sem óvissa væri um stöðu sjóðsins til framtíðar. Innti hann Guðbjart Hannesson, formann félagsmála- og tryggingamálanefndar, eftir skoðun hans á sjóðnum, hvort hann vildi líkt og hægri menn, sem hefðu horn í síðu sjóðsins, breyta hlutverki hans eða leyfa honum að starfa í óbreyttri mynd. Guðbjartur Hannesson benti á að 80 prósent aðspurðra í könnunum styddu Íbúðalánasjóð en aðeins tíu prósent vildu heildsölusjóð og annað eins að bankar sinntu íbúðalánahlutverki einir. Sagði hann vissulega blikur á lofti vegna athugasemdar eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stjórnvöld hefðu engar ákvarðanir tekið um að breyta hlutverki sjóðsins. Þá sagði Guðbjartur erfiðleika vera á húsnæðismarkaði og því þyrfti að fara varlega í málin.Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði það hafa verið umdeilt þegar bankarnir hefðu hafið innreið sína á íbúðalánamarkað. Margir hefðu haldið að sú innkoma yrði til góða en eftir því sem meiri reynsla hefði komið á það ykist stuðningur við Íbúðalánasjóð.Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, mótmæltu þeim orðum Birkis Jóns Jónssonar að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs.Benti Ármann á að ákveðið hefði verið að endurskoða hlutverk sjóðsins vegna álits ESA. Í nefnd sem farið hefði yfir málið, og framsóknarmenn hefðu einnig átt aðild að, hefði verið niðurstaðan að ekki skyldi breyta stefnu sjóðsins. Hins vegar hefði verið bent á jafna þyrfti samkeppnisstöðu sjóðsins og bankanna en staða þeirra á markaðnum hefði veikst síðan nefndin hefði skilað niðurstöðum.Sigurður Kári sagði ekki rétt að þeir sem hefðu varpað fram hugmyndum um annað fyrirkomulag á húsnæðislánamarkaði en það sem gilti nú hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hefði starfað vel og það væri eðlilegt að þeir sem byðu upp á bestu kjörin, eins og sjóðurinn gerði nú, væru vinsælir. Það þýddi hins vegar ekki að ekki mætti koma fram með hugmyndir um breytingar eins og að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Hann væri þeirrar skoðunar að Íbúðalánasjóður væri ekkert annað en ríkisbanki og framsóknarmenn hefðu unnið að því með sjálfstæðismönnum að selja ríkisbanka fyrir nokkrum árum.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði víst rétt að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Fagnaði hann breiðri samstöðu hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum, Frjálslyndum og Vinstri - grænum um stöðu Íbúðalánasjóðs. Í svipaðan streng Guðni Ágústsson sem sagði framsóknarmenn hafa komið í veg fyrir að hlutverki Íbúðalánasjóðs yrði breytt. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Deilt var um það á Alþingi í dag hvort sjálfstæðismenn hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs og hver staða hans yrði til frambúðar. Það var Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á nýrri könnun á afstöðu almennings til sjóðsins. Þar hefði komið fram afgerandi stuðningur við sjóðinn og að hann myndi starfa áfram í óbreyttri mynd. Taldi hann rétt að ræða málið þar sem óvissa væri um stöðu sjóðsins til framtíðar. Innti hann Guðbjart Hannesson, formann félagsmála- og tryggingamálanefndar, eftir skoðun hans á sjóðnum, hvort hann vildi líkt og hægri menn, sem hefðu horn í síðu sjóðsins, breyta hlutverki hans eða leyfa honum að starfa í óbreyttri mynd. Guðbjartur Hannesson benti á að 80 prósent aðspurðra í könnunum styddu Íbúðalánasjóð en aðeins tíu prósent vildu heildsölusjóð og annað eins að bankar sinntu íbúðalánahlutverki einir. Sagði hann vissulega blikur á lofti vegna athugasemdar eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stjórnvöld hefðu engar ákvarðanir tekið um að breyta hlutverki sjóðsins. Þá sagði Guðbjartur erfiðleika vera á húsnæðismarkaði og því þyrfti að fara varlega í málin.Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði það hafa verið umdeilt þegar bankarnir hefðu hafið innreið sína á íbúðalánamarkað. Margir hefðu haldið að sú innkoma yrði til góða en eftir því sem meiri reynsla hefði komið á það ykist stuðningur við Íbúðalánasjóð.Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, mótmæltu þeim orðum Birkis Jóns Jónssonar að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs.Benti Ármann á að ákveðið hefði verið að endurskoða hlutverk sjóðsins vegna álits ESA. Í nefnd sem farið hefði yfir málið, og framsóknarmenn hefðu einnig átt aðild að, hefði verið niðurstaðan að ekki skyldi breyta stefnu sjóðsins. Hins vegar hefði verið bent á jafna þyrfti samkeppnisstöðu sjóðsins og bankanna en staða þeirra á markaðnum hefði veikst síðan nefndin hefði skilað niðurstöðum.Sigurður Kári sagði ekki rétt að þeir sem hefðu varpað fram hugmyndum um annað fyrirkomulag á húsnæðislánamarkaði en það sem gilti nú hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hefði starfað vel og það væri eðlilegt að þeir sem byðu upp á bestu kjörin, eins og sjóðurinn gerði nú, væru vinsælir. Það þýddi hins vegar ekki að ekki mætti koma fram með hugmyndir um breytingar eins og að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Hann væri þeirrar skoðunar að Íbúðalánasjóður væri ekkert annað en ríkisbanki og framsóknarmenn hefðu unnið að því með sjálfstæðismönnum að selja ríkisbanka fyrir nokkrum árum.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði víst rétt að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Fagnaði hann breiðri samstöðu hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum, Frjálslyndum og Vinstri - grænum um stöðu Íbúðalánasjóðs. Í svipaðan streng Guðni Ágústsson sem sagði framsóknarmenn hafa komið í veg fyrir að hlutverki Íbúðalánasjóðs yrði breytt.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira