Innlent

Rúmlega 45 skjálftar hafa mælst í Grindavík

Um 45 minni skjálftar hafa mælst eftir að skjálfti upp á fjóra á Richter skók Grindavík með þeim afleiðingum að hlutir féllum úr hillum. Skjálftarnir eru flestir á milli einn og tveir á Richter en þó mældist annar skjálfti upp á fjóra rétt fyrir klukkan sex í morgun. Veðurstofan reiknar með að skjálftarnir haldi eitthvað áfram en fjari út á næstu klukkustundum.

Upptök skjálftanna eru rétt norðvestur af bænum og hefur jörð skolfið áður á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum veðurstofu hafði fjöldi Grindvíkinga samband í nótt. Fólki var brugðið og hugsuðu einhverjir til 35 ára afmælis eldgossins í Vestmannaeyjum sem er í dag. Þeirra tímamóta verður einmitt minnst í Eyjum í dag með blysför frá kirkjunni að Höllinni þar sem skemmtidagskrá tekur við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×