Innlent

Jarðskjálftar upp á 4 á Richter við Grindavík í nótt

Jarðskjálftahryna hófst í Grindavík laust fyrir klukkan tvö í nótt með skjálfta upp á fjóra á Richter. Hann fannst greinilega í bænum og hlutir féllu úr hillum.

Síðan hafa þó nokkrir smærri skjálftar orðið, eða þartil laust fyrir klukkan sex, að annar skjálfti upp á fjóra á Richter varð á sama stað og sá fyrri. Upptök skjálftanna eru rétt norðvestur af bænum og hefur jörð skolfið áður á þessu svæði.

Margir Grindvíkingar höfðu samband við Veðurstofuna í nótt og lýstu áhrifum af skjálftunum. Ekki er vitað um tjón á mannvirkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×