Innlent

Ólafur hefur umbylt embætti forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson hefur umbylt embætti forseta Íslands frá því hann tók við því meðal annars með því að nýta málskotsréttinn. Á fyrirlestri sem haldinn var um forsetann í dag var Ólafur kallaður útrásarforseti.

Fyrirlesturinn var undir yfirskriftinni Byltingin á Bessastöðum en þar fór sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson yfir hvaða breytingar hafa orðið á embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðni sagði embættið hafa orðið mun virkara og fyrirferðarmeira með komu Ólafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×