„Ólafur er vinur minn“ 22. janúar 2008 16:20 Vilhjálmur Vilhjálmsson. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að ekki verði mikið um óvænt tíðindi á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn þegar kosið verður í nefndir og ráð á vegum borgarinnar. „Við erum að undirbúa fundinn og höfum rætt í okkar hóp hvernig verður en það kemur allt í ljós á fimmtudaginn," segir Vilhjálmur. „Við erum með ágætis fólk sem hefur skilað góðu starfi síðustu misseri," segir hann. „Hins vegar er aðal málið að mínu mati að menn láti verkin tala. Það bíða okkar mörg verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Málefnasamningurinn sem við gerðum verður grundvöllur fyrir samstarfinu og mér líst vel á framhaldið." Aðspurður hvort Sjálfstæðismenn hafi ekki þurft að gefa heldur mikið eftir við gerð samningsins, en bent hefur verið á að baráttumál frjálslyndra fái þar mikið vægi, segir Vilhjálmur: „Það kom bara í ljós að okkar áherslur og áherslur Ólafs eru einfaldlega mjög svipaðar." Vilhjálmur vill heldur ekki meina að sú staða sem nú er uppi, að Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir styðja ekki nýja meirihlutann, skapi vandamál. „Það var einfaldlega vilji oddvita F-listans, sem leiddi þennan flokk til áhrifa í síðustu kosningum með góðum árangri, að fara í þetta samstarf. Ef Margrét kýs að starfa ekki með í þeim hópi þá harma ég það en hún verður að ráða því sjálf hvað hún vill gera. Hún hefur staðið sig mjög vel og ég hef mikið álit á henni." Vilhálmur bendir á að þetta ástand muni þó aðeins hafa áhrif á borgarstjórnarfundum þurfi Ólafur að víkja sæti. „Þetta verður ekkert vandamál í nefndum og ráðum borgarinnar." Að sögn Vilhjálms eimir ekkert eftir af því ósætti sem kom upp á milli hans og Ólafs þegar Vilhjálmur myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum eftir síðustu kosningar. Þá taldi Ólafur að hann hefði verið svikinn af Vilhjálmi og honum talin trú um að hann væri á leið í meirihluta á meðan Björn Ingi og Vilhjálmur voru að mynda meirihlutann sem síðar varð. „Við Ólafur erum búnir að þekkjast í rúm tuttugu ár og höfum ávallt átt gott samstarf. Hann er bara vinur minn." Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur sameinaður að þeirri ákvörðun að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússyni. „Við stöndum algjörlega hundrað prósent þétt saman. Allar sögur um ágreining í okkar flokki eru bara hugarburður einhverra manna úti í bæ," segir Vilhálmur og bætir við: „Við vinnum málin sem einn maður eins og við gerðum þegar við stýrðum borginni." Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að ekki verði mikið um óvænt tíðindi á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn þegar kosið verður í nefndir og ráð á vegum borgarinnar. „Við erum að undirbúa fundinn og höfum rætt í okkar hóp hvernig verður en það kemur allt í ljós á fimmtudaginn," segir Vilhjálmur. „Við erum með ágætis fólk sem hefur skilað góðu starfi síðustu misseri," segir hann. „Hins vegar er aðal málið að mínu mati að menn láti verkin tala. Það bíða okkar mörg verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Málefnasamningurinn sem við gerðum verður grundvöllur fyrir samstarfinu og mér líst vel á framhaldið." Aðspurður hvort Sjálfstæðismenn hafi ekki þurft að gefa heldur mikið eftir við gerð samningsins, en bent hefur verið á að baráttumál frjálslyndra fái þar mikið vægi, segir Vilhjálmur: „Það kom bara í ljós að okkar áherslur og áherslur Ólafs eru einfaldlega mjög svipaðar." Vilhjálmur vill heldur ekki meina að sú staða sem nú er uppi, að Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir styðja ekki nýja meirihlutann, skapi vandamál. „Það var einfaldlega vilji oddvita F-listans, sem leiddi þennan flokk til áhrifa í síðustu kosningum með góðum árangri, að fara í þetta samstarf. Ef Margrét kýs að starfa ekki með í þeim hópi þá harma ég það en hún verður að ráða því sjálf hvað hún vill gera. Hún hefur staðið sig mjög vel og ég hef mikið álit á henni." Vilhálmur bendir á að þetta ástand muni þó aðeins hafa áhrif á borgarstjórnarfundum þurfi Ólafur að víkja sæti. „Þetta verður ekkert vandamál í nefndum og ráðum borgarinnar." Að sögn Vilhjálms eimir ekkert eftir af því ósætti sem kom upp á milli hans og Ólafs þegar Vilhjálmur myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum eftir síðustu kosningar. Þá taldi Ólafur að hann hefði verið svikinn af Vilhjálmi og honum talin trú um að hann væri á leið í meirihluta á meðan Björn Ingi og Vilhjálmur voru að mynda meirihlutann sem síðar varð. „Við Ólafur erum búnir að þekkjast í rúm tuttugu ár og höfum ávallt átt gott samstarf. Hann er bara vinur minn." Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur sameinaður að þeirri ákvörðun að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússyni. „Við stöndum algjörlega hundrað prósent þétt saman. Allar sögur um ágreining í okkar flokki eru bara hugarburður einhverra manna úti í bæ," segir Vilhálmur og bætir við: „Við vinnum málin sem einn maður eins og við gerðum þegar við stýrðum borginni."
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira