Innlent

Margrét og Guðrún binda sig við fráfarandi meirihluta

MYND/Vilhelm

Borgarfulltrúar Samfylkingarnnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokks ásamt öðrum og þriðja manni F-lista hafa ákveðið að starfa áfram saman að heildum og hafa nána samvinnu um málflutning og tillögugerð.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flokkunum og skrifa Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir undir hana. Þar segir einnig að haldnir verði sameiginlegir fundir borgarstjórnarflokkanna og efnt til samstarfs um kosningar í nefndir og ráð.

Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, hefur samkvæmt þessu ekki stuðning Margrétar og Guðrúnar en hann hafði vonast eftir því að njóta stuðnings þeirra í samstarfi við sjálfstæðismenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×