Innlent

Rúmlega tólfhundruð manns hafa skráð sig á mótmælalista

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynntu nýjan meirihluta í gærkvöldi.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynntu nýjan meirihluta í gærkvöldi.

Rúmlega tólfhundruð manns hafa nú skráð sig á mótmælalista á netinu þar sem vinnubrögðum við myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar er mótmælt.

Titill síðunnar er „Nú er okkur nóg boðið" og þar er því jafnframt mótmælt að í borginni verði borgarstjóri með rösklega sex þúsund og fimm hundruð atkvæði á bak við sig sem enginn viti hvort séu til komin vegna Frjálslynda flokksins eða kjörþokka Ólafs. Hluti þessara atkvæða hafi augljóslega verið ætlaður Margréti Sverrisdóttur sem ekki styðji nýja meirihlutann.

Undirskriftalistinn verður afhentur nýjum meirihluta á borgarstjórnarfundi næstkomandi fimmtudag.

Listann má sjá hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×