Innlent

Varað við óveðri í nótt og á morgun - Samhæfingarmiðstöð virkjuð

Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við stormi í nótt og á morgun á landinu og segir líklegt að asahláka verði víða um land. Samhæfingarmiðstöðin verður virkjuð í nótt vegna þessa.

Í tilkynningu frá almannavarnadeildinni kemur fram að spáð sé suðaustan hvassviðri með 20-28 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum. Það hlýni snögglega með talsverðri rigningu eða slyddu og geri því að öllum líkindum asahláku víða um land.

Eru húseigendur hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og huga að frárennsli. Þá vekur almannavarnadeildi athygli á hárri sjávarstöðu klukkan 6 í fyrramálið, t.d. í Grindavík, á Akranesi og í Reykjavík.

,,Snjóþekja er á flestum vegum og hálka víða. Tilmælum er beint til þeirra sem þurfa að vera á ferðinni að fylgjast með veðurspá og færð á vegum áður en lagt er af stað. Vegna slæms veðurútlits verður Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð í nótt og eftir atvikum fram eftir degi á morgun," segir að endingu í tilkynningu almannavarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×