Mótmælum komið á framfæri við Ísraela vegna aðgerða á Gasa 21. janúar 2008 15:19 MYND/Pjetur Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. Hún hyggst koma á framfæri mótmælum við Ísraela. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þeim aðstæðum sem ríkja á Gasasvæðinu, en þar hafa Ísraelar lokað fyrir rafmagn þannig að það hefur áhrif á sjúkrahús og fleiri mikilvægar stofnanir. Vísaði Ögmundur í bréf Sveins Rúnars Haukssonar, formanns félagsins Ísland - Palestína, til ríkisstjórnarinnar þar sem ástandinu á Gasa er lýst. Benti hann á að eldsneytis- og rafmagnsleysi hefði í för með sér að starfsemi spítala lamaðist og sömuleiðis skolp- og vatnsveita sem væru knúnar rafmagni. Drepsóttir gætu breiðst út og stefna Ísraelsstjórnar væri að breyta þessu stærsta fangelsi heims sem Gasa væri í útrýmingarbúðir. Spurði hann ráðherra hvernig hann hygðist bregðast við ástandinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði ástand mála á Gasa skelfilegt og hefði sennilega aldrei verið verra. Hún hefði í morgun hringt í framkvæmdasstjóra flóttamannasamtaka SÞ á svæðinu. Hún hefði sagt að á þeim sjö árum sem hún hefði starfað á svæðinu hefði ástandið aldrei verið verra. Ingibjörg Sólrún sagðist líta svo á að Ísraelar og Palestínumenn hefðu rétt á að gæta öryggis síns en ekki væri hægt að sætta sig við aðgerðir Ísraela nú. Hér væri á ferðinni hóprefsing sem væri ólögleg samkvæmt alþjóðlegum lögum. Íslensk yfirvöld hlytu að koma á framfæri mótmælum við þessu. Sagðist Ingibjörg Sólrún myndu reyna að hafa samband við utanríkisráðherra Ísraels til þess að koma á framfæri mótmælum. Utanríkisráðherra sagði eldflaugaárásir frá Gasasvæðinu ófyrirgefanlegar en 250 slíkar hefðu verið gerðar á undanförnum mánuði. Það réttlætti hins vegar ekki þá hóprefsingu sem Ísraelar hefðu gripið til. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. Hún hyggst koma á framfæri mótmælum við Ísraela. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þeim aðstæðum sem ríkja á Gasasvæðinu, en þar hafa Ísraelar lokað fyrir rafmagn þannig að það hefur áhrif á sjúkrahús og fleiri mikilvægar stofnanir. Vísaði Ögmundur í bréf Sveins Rúnars Haukssonar, formanns félagsins Ísland - Palestína, til ríkisstjórnarinnar þar sem ástandinu á Gasa er lýst. Benti hann á að eldsneytis- og rafmagnsleysi hefði í för með sér að starfsemi spítala lamaðist og sömuleiðis skolp- og vatnsveita sem væru knúnar rafmagni. Drepsóttir gætu breiðst út og stefna Ísraelsstjórnar væri að breyta þessu stærsta fangelsi heims sem Gasa væri í útrýmingarbúðir. Spurði hann ráðherra hvernig hann hygðist bregðast við ástandinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði ástand mála á Gasa skelfilegt og hefði sennilega aldrei verið verra. Hún hefði í morgun hringt í framkvæmdasstjóra flóttamannasamtaka SÞ á svæðinu. Hún hefði sagt að á þeim sjö árum sem hún hefði starfað á svæðinu hefði ástandið aldrei verið verra. Ingibjörg Sólrún sagðist líta svo á að Ísraelar og Palestínumenn hefðu rétt á að gæta öryggis síns en ekki væri hægt að sætta sig við aðgerðir Ísraela nú. Hér væri á ferðinni hóprefsing sem væri ólögleg samkvæmt alþjóðlegum lögum. Íslensk yfirvöld hlytu að koma á framfæri mótmælum við þessu. Sagðist Ingibjörg Sólrún myndu reyna að hafa samband við utanríkisráðherra Ísraels til þess að koma á framfæri mótmælum. Utanríkisráðherra sagði eldflaugaárásir frá Gasasvæðinu ófyrirgefanlegar en 250 slíkar hefðu verið gerðar á undanförnum mánuði. Það réttlætti hins vegar ekki þá hóprefsingu sem Ísraelar hefðu gripið til.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira