Enski boltinn

Redknapp segir Shearer besta kost Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer.

Harry Redknapp telur að Alan Shearer sé tilvalinn sem næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Redknapp sjálfur neitaði um helgina tilboði um að taka við Newcastle.

„Hann er fullkominn í starfið. Stuðningsmennirnir elska hann. Reynsla skiptir ekki máli í þessu tilfelli, hann skilur fótbolta betur en flestir," segir Redknapp.

„Sjáið Roy Keane hjá Sunderland. Hann var ekki með neina reynslu sem þjálfari en veit hvað hann er að gera. Ég hef fylgst vel með því sem Roy er að gera. Ég tel að Alan geti gert það sama."

Margir eru hinsvegar á þeirri skoðun að þetta sé ekki rétti tímapunkturinn fyrir Shearer að taka við. Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er einn af þeim. „Ég tel að þjálfarar ættu frekar að byrja í neðri deildum og öðlast reynslu," segir McClares.

Samkvæmt veðbönkum á Englandi er Mark Hughes hinsvegar talinn líklegastur til að taka við stjórastarfinu hjá Newcastle. Hughes hefur ekki viljað neita því að hann hafi áhuga á starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×