Enski boltinn

Chelsea búið að klófesta Anelka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka er að fara til Chelsea.
Nicolas Anelka er að fara til Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni kaupin á Nicolas Anelka frá Bolton. Kaupverðið er sagt nema fimmtán milljónum punda.

Á heimasíðu félagsins segir að Chelsea og Bolton hafi komist að samkomulagi um kaupverð. Þá er aðeins eftir að semja við leikmanninn sjálfan en það mun þó aðeins vera formsatriði.

Samkvæmt BBC mun hann skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Chelsea. Þá er jafnvel búist við því að hann fari beint í byrjunarliðið gegn Middlesbrough á morgun enda er mikill skortur á sóknarmönnum hjá Chelsea.

Didier Drogba og Salomon Kalou eru fjarverandi vegna Afríkukeppninnar og þá er Andriy Shevchenko meiddur. Claudio Pizzarro hefur þar að auki ekki þótt standa undir væntingum.

Hinn ungi Scott Sinclair eru þó leikfær.

Anelka hefur skorað ellefu mörk í 22 leikjum með Bolton á leiktíðinni og hefur lengi dreymt um að fá að spila í Meistaradeildinni á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×