Innlent

Forviða á skrifum saksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bragi furðar sig á framkomu Mikes Trent.
Bragi furðar sig á framkomu Mikes Trent.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist forviða á skrifum Mikes Trent saksóknara í máli Arons Pálma Ágústssonar. Í skrifum sínum á Netinu segir Trent meðal annars að Aron Pálmi hafi ítrekað misnotað að minnsta kosti þrjá aðra drengi. Hann segir einnig að þó að Aron hafi aðeins verið ákærður fyrir munnmök með drengnum hafi misnotkunin verið mun víðtækari. Þá hafi Aron hótað drengnum því að ef hann myndi segja frá samskiptum þeirra myndi Aron myrða fjölskyldu hans.

„Maðurinn virðist algjörlega stjórnlaus," segir Bragi um Trent. „Burtséð frá því hvað er hæft í ásökunum hans er alls ekki við hæfi að opinber embættismaður sé að dreifa meintum persónuupplýsingum á Netinu," segir Bragi. Hann segist hafa farið út þegar að dómur var fallinn í máli Arons og kynnt sér málið í þaula. „Fullyrðingar saksóknara eru ekki í samræmi við þær upplýsingar sem þar lágu fyrir," segir Bragi.


Tengdar fréttir

Saksóknari í Texas segir Aron Pálma hættulegan börnum

Mike Trent aðstoðar saksóknari í Harris sýslu í Texas er maðurinn sem ákærði Aron Pálma Ágústsson fyrir kynferðisbrot á sínum tíma og fékk hann dæmdan til tíu ára vistar í unglingafangelsi. Trent skrifaði fyrir nokkrum dögum færslu á heimasíðuna www.icelandweatherreport.com þar sem hann lýsir sinni hlið málsins og fullyrðir að Aron sé sekur um fleiri og mun grófari brot en það sem hann var dæmdur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×