Enski boltinn

Lehmann ákveður sig á næstu dögum

NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal mun gera upp hug sinn á allra næstu dögum um hvort hann verður áfram hjá Arsenal eða gengur í raðir síns gamla félags Dortmund í Þýskalandi.

Hinn 38 ára gamli Þjóðverji hefur þegar fengið tilboð um að ganga í raðir Dortmund, en þyrfti þá að taka á sig umtalsverða launalækkun þar sem gamli klúbburinn hans er í miklum fjárhagserfiðleikum. Þar er þó talið að hann fengi öruggt sæti í byrjunarliðinu, nokkuð sem hann hefur ekki fengið hjá Arsenal síðan í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×