Enski boltinn

Everton mun flytja til Kirkby

Elvar Geir Magnússon skrifar
Svona verður nýr heimavöllur Everton.
Svona verður nýr heimavöllur Everton.

Stjórn Everton lagði í dag fram áætlanir sínar um nýjan heimavöll liðsins. Völlurinn verður byggður fyrir utan Liverpool eða í smábænum Kirkby sem er rétt fyrir utan borgina.

Við völlinn mun Tesco vera með stóra verslunarmiðstöð. Þá er áætlað að reisa hótel, skemmtistaði og fleira við hann.

Völlurinn er mjög umdeildur meðal margra íbúa Kirkby og einnig stórs hluta stuðningsmanna Everton sem vilja að félagið verði áfram í Liverpool.

Goodison Park, sem verið hefur heimavöllur Everton frá því árið 1892, er of gamall til að stækka eða gera endurbætur á. Því hefur verið ákveðið að rífa völlinn, selja lóðina, og byggja nýjan 50 þúsund sæta heimavöll í Kirkby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×