Innlent

Neikvæður fréttaflutningur meginorsök andúðar

Framkvæmdastjóri Alþjóðahússins segir að fyrir nokkrum árum hafi útlendingaandúð hér á landi beinst að fólki af asískum uppruna en nú beinist hún að Pólverjum og Litháum. Hann segir neikvæðan fréttaflutning af þessum þjóðfélagshópum vera meginorsökina.

Greint hefur verið frá vefsíðu á vefsvæðinu Myspace þar sem unglingar á aldrinum 13-15 ára fara niðrandi orðum um Pólverja sem hér eru búsettir. Á sjöunda hundrað manns höfðu skrifað inn á vefsíðuna en búið er að loka henni núna.

Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahússins segir útlendingaandúð aukast eftir neikvæðan fréttaflutning af ákveðnum þjóðfélagshópum.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ákveðið að efna til tónleika gegn rasisma í Austurbæ á miðvikudaginn í næstu viku vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×