Myndir af vélinni sem fórst undan ströndum Íslands í gær Andri Ólafsson skrifar 12. febrúar 2008 00:43 Þetta er vélin sem fórst undan ströndum Íslands í gær. Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira